Innlent

Gista nánast ofan í Slippnum

Aðeins eru nokkrir metrar frá Gamla slippnum í Reykjavíkurhöfn og að inngangi nýjasta hótels borgarinnar, Icelandair Hótel Reykjavík Marína.

Þegar fréttastofu bar að garði í dag var einmitt verið að háþrýstiþvo í Slippnum.

Engar kvartanir hafa borist frá gestum vegna nálægðarinnar við iðnaðarsvæðið enda finnst þeim spennandi að tengjast svona hafnarlífinu á Íslandi.

Aðalhönnuður hótelsins segir að nálægðin við höfnina hafi verið höfð til hliðsjónar við hönnunina.

Í meðfylgjandi myndskeiði er hægt að fylgjast með stuttri heimsókn á hótelið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×